Í kvöld mun Leikfélag Vestmannaeyja frumsýna leikritið Blúndur og blásýra.
Leikstjóri sýningarinnar er Árni Grétar Jóhannsson.
Leikritið Blúndur og blásýra (Arsenic and old lace) var skrifað árið 1939 af leikritaskáldinu Joseph Kesselring. Verkinu var leikstýrt af Bretaigne Windust og var frumsýnt á Broadway, í Fulton leikhúsinu, 10. janúar árið 1941. Þann 25. september 1943 var uppsetningin færð yfir í Hudson leikhúsið og gekk þar til 17. júní 1944. Samtals urðu sýningarnar 1444. Þegar verkið var sett upp í London urðu sýningarnar 1337, svo vinsælt var leikritið. Í leikhúsgagnrýni The New York Times eftir frumsýninguna sagði að leikritið væri „svo fyndið að engin sem sá það gæti nokkru sinni gleymt því.”
Comentarios