top of page

Frumsýning í kvöld á Blúndur og blásýra

Í kvöld mun Leikfélag Vestmannaeyja frumsýna leikritið Blúndur og blásýra.

Leikstjóri sýningarinnar er Árni Grétar Jóhannsson.


Alexander Páll, Snorri Geir & Albert Snær

Leikritið Blúndur og blásýra (Arsenic and old lace) var skrifað árið 1939 af leikritaskáldinu Joseph Kesselring. Verkinu var leikstýrt af Bretaigne Windust og var frumsýnt á Broadway, í Fulton leikhúsinu, 10. janúar árið 1941. Þann 25. september 1943 var uppsetningin færð yfir í Hudson leikhúsið og gekk þar til 17. júní 1944. Samtals urðu sýningarnar 1444. Þegar verkið var sett upp í London urðu sýningarnar 1337, svo vinsælt var leikritið. Í leikhúsgagnrýni The New York Times eftir frumsýninguna sagði að leikritið væri „svo fyndið að engin sem sá það gæti nokkru sinni gleymt því.”


© Eyjafréttir

29 views

Recent Posts

See All
bottom of page