Nú fer að koma að uppsetningu á barnaleikriti hjá okkur og leitum við eftir fólki í áheyrnarprufur Gert er ráð fyrir að prufur verði helgina 10. og 11. september næst komandi Nákvæmari tímasetningar verða auglýstar þegar að nær dregur Við viljum því benda fólki á að fylgjast vel með á Facebook-síðu leikfélagsins facebook.com/leikfelagve og einnig á heimasíðu félagsins leikfelagve.is
- Áheyrnarprufurnar verða í bæjarleikhúsinu (Heiðarvegi 19)…. - Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson, en þetta er svo sannarlega ekki frumraun hans hjá okkur. Hann leikstýrði meðal annars Glanna glæp í Latabæ og Línu Langsokk. - Aldurstakmark er miðað við 13. aldursár (2009)og eldri.
Ef þú ert með einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband. Mail: leikfelagve@outlook.com Sími: 868-5887 Guðbjörg Erla.
Comments