top of page
JonStefan.png

JÓN STEFÁN KRISTJÁNSSON

Jón er leiklistarmenntaður og hefur starfað við leiklist frá árinu 1989 bæði sem leikari í atvinnuleikhúsum og leikstjóri áhugafélaga. Hann hefur unnið hjá Leikfélagi Akureyrar, Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og Hafnarfjarðarleikhúsinu og sett upp meira en 25 sýningar með áhugafélögum. Jón hefur einnig þýtt ótölulegan fjölda af teiknimyndum fyrir talsetningu og má þar nefna myndir eins og Beauty and the Beast, Upp, myndirnar um Shrek, Madagaskar, Strumpana og einnig Brave og Rio.


Af næstliðnum leikstjórnarverkefnum hans má nefna „Stund milli stríða“ hjá Hugleik, „Dýrin í Hálsaskógi“ hjá Leikfélagi Vestmannaeyja og „Bót á betrun“ hjá Leikfélagi Selfoss.

Jón er stúdent frá MA 1977, B.ed próf frá KHÍ 1981, leiklistarpróf frá Guildford School of Acting 1989.

LEIKSTJÓRNARVERKEFNI MEÐ ÁHUGAMÖNNUM


Meðal fjölda annarra:

  • Mysingssamlokan (Unglingad. Leikfélags Hafnarfjarðar)

  • Þetta reddast (Leikfélag Mosfellsbæjar)

  • Fáfnismenn (Hugleikur)

  • Draumur á Jónsmessunótt ( Leikfélag Fljótsdalshéraðs)

  • Með vífið í lúkunum (Leikfélag Selfoss)

  • Kolrassa (Hugleikur)

  • Þuríður formmaður – ATHYGLISVERÐASTA SÝNING ÁRSINS 2006 (Leikfélag Selfoss)

  • Með táning í tölvunni (Leikfélag Selfoss)

  • Móglí  (Leikfélag Vestmannaeyja)

  • Viltu finna milljón (Leikfélag Sauðárkróks)

  • Páskahret (Leikdeild U.M.F. Vöku)

  • Blúndur og blásýra (Leikfélag Dalvíkur)

  • Fólkið í blokkinni (Leikfélag Sauðárkróks)

  • Að eilífu  (Leikfélag Húsavíkur)

  • Jólaævintýri  (Leikfélag Keflavíkur)

  • Stund milli stríða  (Hugleikur) ATHYGLISVERÐASTA SÝNING ÁRSINS 2014

  • Dýrin í Hálsaskógi (Leikfélag Vestmannaeyja)

  • Bót á betrun (Leikfélag Selfoss)

LEIKSTJÓRNARVERKEFNI MEÐ ATVINNUMÖNNUM

 

  • Skrúðsbóndinn (Leikfélag Akureyrar)

  • Rósa frænka (Stoppleikhópurinn)

  • “Það var barn í dalnum …” (Stoppleikhópurinn)

  • Gísli Súrsson (Kómedíuleikhúsið)

bottom of page