top of page

Lína frumsýnd eftir viku

Vika í frumsýningu á Línu Langsokk! Bæjarblaðið Tígull kom í heimsókn til okkar og tók spjall við Línu, Önnu og Tomma.

Ísey í hlutverki Línu Langsokk

Ísey Heiðarsdóttir leikur óþekktarorminn hana Línu Langsokk. Ísey er vel þekkt á eyjunni vegna leik síns í Víti í Vestmannaeyjum sem hún fór á kostum í. Af því að dæma sem við sáum af æfingunni þá er henni jafnvel að takast að gera enn betur í þessu hlutverki sem er ótrúlegt því hún var frábær í Víti í Vestmannaeyjum.

Ísey sagði okkur að Lína sé draumahlutverkið hennar enda nokkuð lík Línu með rautt hár og stríðnispúkaglott. Ísey er með góðan fimleikagrunn sem kemur sér vel í þessu hlutverki þar sem hún skoppar og hoppar um sviðið í heljarstökkum og handahlaupum.


Svo eru það það Sara Sindradóttir sem leikur hana Önnu og Gabríel Ari Davíðsson sem leikur Tomma, en þau eru sætu prúðu systkinin sem Lína er að skottast með. Bæði Sara og Gabríel eru að leika í sínu þriðja verki en þau voru í Klaufun og kóngsdætrum og Latabæ.


Öll eru þau sammála því hve gaman það sé að taka þátt í að setja upp svona leikrit. Þau fara langt út fyrir þægindarramman á mörgum sviðum, meðal annars með því að syngja fyrir framan fullan sal af fólki.



Að lokum tókum við smá spjall við leikstjórann.


Ólafur Jens Sigurðsson, 46 ára þriggja barna faðir úr Reykjavík, leikstjóri og leiklistarkennari að mennt. Ólafur leikstýrði einnig Latabæ í fyrra. Til gamans má geta þess að þessi hópur er nánast sá sami og var í Latabæjarsýningunni. Ólafur hefur farið víða um landið og leikstýrt ýmsum leikhópum. Fyrirmynd hans í leiklistinni er Anthony Hopkins.



Að lokum þá hvetja þau ykkur öll að koma og sjá Línu Langsokk, þið verðið ekki svikin af því!

63 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page