top of page

Lína Langsokkur // Prufur

Þá er komið að haustuppsettningu leikfélagsins og hefur verið ákveðið að ráðast í Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren!

Lína er flestum góðkunnug. Hún er rauðhærð, freknótt og óvenjulega sterk, hún getur lyft hesti sínum með annarri hendi. Lína er fjörug og óútreiknanleg og býr í húsinu Sjónarhóli ásamt hesti sínum og apanum Herra Níels.


Prufur fyrir leikritið fara fram föstudaginn 30.ágúst.


Prufur fyrir 12-15 ára verða kl. 17-20 (árgangur 2007).

Prufur fyrir 16 ára og eldri verða kl. 20-22.

Mæting verður í sal Tónlistarskólans!


Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson.


Skráning fer fram á þessu formi. Það er líka leyfilegt að mæta bara.


Áframhaldandi prufur verða þessa helgi og mun leikstjórinn tilkynna þær tímasetningar.


Við minnum á að alltaf er nóg hægt að gera í leikhúsinu annað en að leika!

Okkur vantar alltaf fólk til að hjálpa til við t.d. smíðavinnu, tæknivinnu, saumavinnu, förðun, hár og margt fleira.


Hlökkum til að sjá ykkur!

674 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page